Fyrsti kabarettfundur!
Kabarett Freyvangsleikhússins verður 7. og 8. nóvember næstkomandi. Áhugafólk um að gera hann sem skemmtilegastan kemur saman þriðjudaginn 7. október í Freyvangi kl. 20.30 til skrafs og ráðagerða. Upp úr því hefjast svo æfingar og alls konar skemmtan. Þeir sem vilja vera með eru hvattir til að láta sjá sig á fyrsta fundi svo við getum gert okkur grein fyrir þátttöku en þeir sem komast ekki af óviðráðanlegum orsökum en vilja samt vera með skulu senda línu á rolla77@simnet.is þess efnis.
Allir velkomnir!

Freyvangsleikhúsið

Aðalfundur Freyvangsleikhússins miðvikudaginn 3. september
Árlegur aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn í Freyvangi miðvikudaginn 3. september næstkomandi og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir, nýir félagar skráðir í félagið á staðnum.
Freyvangsleikhúsið er eitt af stærstu áhugaleikfélögum á landinu og þarf sjölbreyttan hóp áhugamanna til starfa. Leikarar, ljósamenn, búningahönnuðir, smiðir - þetta er aðeins brot af þeim störfum sem félagar í Freyvangsleikhúsinu taka að sér. Margar hendur vinna létt verk og vonumst við til að hafa stuðning sem flestra í vetur.

Stjórnin

Síðasta sýning föstudaginn 18. apríl!

Gagnrýni komin á Leiklist.is

Gagnrýni komin á Landpostur.is

Síðasta sýning í kvöld! Nú nálgast vorið og þá lýkur hundadögum í Freyvangi. Nú eru síðustu forvöð að sjá þessa bráðskemmtilegu sýningu. Þetta verður allrasíðasta sýningin!

Sýnishorn úr Þið munið hann Jörund!
Nú geta gestir freyvangssíðunnar myndband sem tekið var upp á æfingu á Jörundi, hér á vefnum. Gefur það eilítla innsýn í það sem koma skal.

Smellið hér til að horfa í aðskildum spilara
Smellið hér til að ná í Windows Media Player

Virkar ekki? Smellið hér til að horfa á myndbandið á youtube.

Myndir úr sýningunni, teknar á æfingu! Smellið á myndaröðina hér að ofan til að skoða!

Hífum í, bræður! Tekin hefur verið upp tónlist upp úr verkinu og er nú hægt að hlusta á eitt lagið hérna á vefnum. Smellið á play takkann hér fyrir neðan til þess að hlusta!
Miðasala á Þið munið hann Jörund

Miðaverð

Verð í lausasölu: 2400
Hópar (15 og fleiri): 2000
Öryrkjar og lífeyrisþegar: 2000
14 ára og yngri: 2000

Einhverjar spurningar? Sendið þær á sverrirfridriksson@gmail.com. Miðasölusími Freyvangsleikhússins er 857 5598 og er hægt að ná beinu sambandi við miðasölu milli kl. 16 og 18.

Einnig er hægt að panta miða með tölvupósti, og skal þá smellt á dagsetningu hér fyrir neðan til þess að panta miða:
Frumsýning föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
Önnur sýning sunnudaginn 24. febrúar kl 20.30
Þriðja sýning föstudaginn 29. febrúar kl. 20.30
Fjórða sýning Sunnudaginn 2. mars kl. 20.30
Fimmta sýning föstudaginn 7. mars kl. 19.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sjötta sýning laugardaginn 8. mars kl. 20.30 UPPSELT
Sjöunda sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30 UPPSELT
Áttunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 16.00 AUKASÝNING - UPPSELT
Níunda sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS

PÁSKASÝNINGAR!
Tíunda sýning miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Ellefta sýning laugardaginn 22. mars kl. 16.00 AUKASÝNING
Tólfta sýning laugardaginn 22. mars kl. 20.30 STJÁNASÝNING - ÖRFÁ SÆTI LAUS

Þrettánda sýning föstudaginn 28. mars kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fjórtánda sýning laugardaginn 29. mars kl. 16.00 UPPSELT
Fimtánda sýning föstudaginn 4. apríl kl. 19.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sextánda sýning Laugardaginn 5. apríl kl. 20.30

SÍÐUSTU SÝNINGAR!

Sautjánda sýning föstudaginn 11. apríl kl. 20.30
Átjánda sýning Laugardaginn 12. apríl kl. 20.30
Nítjánda sýning föstudaginn 18. apríl kl. 20.30 ALLRA SÍÐASTA SÝNING

Hafið samband við okkur gegnum áðurnefnt netfang til að fá upplýsingar um sýningar fram í tímann. Oftast nær er sýnt á föstudögum og laugardögum.

Skrifaðu endilega nokkur orð í gestabókina.
Free Guestbook from Bravenet.com Free Guestbook from Bravenet.com
Fjölmargir koma í Freyvang og skemmta sér hið besta. Ekki eru allir svo heppnir. Leggðu þitt að mörkum og gefðu til hjálparstarfs.