Eftir að Björn varð gjaldkeri hefur verið keypt íslenskt brennivín fyrir hvern einasta stjórnarfund. Þótti mörgum hugmyndin slök í fyrstu en síðar hefur sannast að vínið léttir fyrir samningaviðræðum og eykur samstöðu um lykilatriði. Eins og sést hefur einhver mætt með eplasafa til að nota sem bland, en flestir stjórnarmenn drekka af stút.
Slappað af fyrir sýningu.
Stórleikarar Freyvangsleikhússins. Hjördís hefur átt við leiklistina í mörg ár og daðrað við atvinnumennskuna, og Jónsteinn... hefur átt við hestamennsku. Og daðrað.
Eftir sýningu er best að gera sig sætan fyrir dömurnar. Páll klikkar ekki á því.