
5.-7. maí fór fram bandalagsþing Bandalags íslenskra leikfélaga í Reykjavík. Samhliða því var
stuttverkahátíð haldin í Borgarleikhúsinu. Freyvangur sendi að sjálfsögðu valinkunnugt lið til að taka þátt í hvoru tveggja.
Fyrir hátíðina samdi Sverrir Friðriksson einþáttunginn „Dagur í lífi Mörthu Ernstdóttur" og voru leikarar þau Þórný Barðadóttir, Elísabet Katrín Friðriksdóttir,
Rósa Björg Ásgeirsdóttir, Ingólfur Þórsson, Jón Þorgrímur Friðriksson og Sindri Svan Ólafsson. Jónsteinn Aðalsteinsson leikstýrði. Til að sjá hvernig
gagnrýnendum leist á uppátækið, má smella hér til að skoða umfjöllun þeirra. Því miður eru ekki til myndir frá sjálfri
sýningunni en nokkrar myndir af hópnum sem fór suður hafa slæðst inn á tölvupósthólf vefstjóra. Njótið vel.
Smellið hér
til að skoða myndirnar!