Leiklistarhátíðin Leikum Núna!
Næstu sýningar
Blaðagagnrýni á verkið Taktu lagið, Lóa!
Taktu lagið, Lóa! frumsýnt
Myndir frá æfingum á Taktu lagið, Lóa!
Æfingar hafnar í Freyvangi
SAMLESTUR
Allir velkomnir.
Kabarett, föstudag og laugardag!
Kabarettfundur
Ronjusíður
Stendur yfir frá 22. þessa mánaðar til 26. sama mánaðar (júní!). Fjöldi íslenskra og erlendra sýninga í boði. Amellið hér til að sjá dagskrána. Fimmtudaginn 23. eru tvær sýningar á Taktu lagið, Lóa! kl. 15.00 og 21.00. Síðasti séns á að sjá þessa vönduðu sýningu.
Næstu sýningar eru:
föstudaginn 18. febrúar
laugardaginn 19. mars
Miðvikudaginn 23. mars
laugardaginn 26. mars
og mánudaginn 28. mars (Annan í páskum). Allar sýningar hefjast klukkan 20.30.
Miðapantanir í síma 461 2980 eftir klukkan 17.00 alla dagana.
Stjórnin
Nú hefur verið birt gagnrýni á stykkið í Morgunblaðinu og vikudegi. Smellið á hlekkina hér að neðan til að sjá hvað gagnrýnendum fannst. Athugið að úrklippurnar eru nokkuð stórar, svo auðveldara sé að lesa þær, þannig að það getur tekið nokkurn tíma fyrir þær að hlaðast inn. Ýtið á Back-hnappinn í vafranum til að komast aftur á fréttasíðuna.
Morgunblaðið
Vikudagur 1
Vikudagur 2
Frumsýning 25. febrúar kl. 20.30
Næstu sýningar eru:
Sunnudaginn 27. febrúar
Fimmtudaginn 3. mars
Föstudaginn 4. mars
laugardaginn 5. mars
Föstudaginn 11. mars
og Laugardaginn 12. mars. Allar sýningar hefjast á sama tíma.
Miðapantanir í síma 461 2980 eftir klukkan 17.00 alla dagana.
Stjórnin
Upp eru komnar myndir af leikurum í stykkinu Taktu lagið, Lóa! Eru þessar myndir engöngu fyrir fullorðna og alls ekki fyrir aðra, sökum erótískra vísana. Þeir sem vilja eðlilegar myndir af leikendum og aðstandendum verða að bíða, en þeir sem eru komnir yfir tvítugt smella hér.
...
Freyvangsleikhúsið hóf æfingar á leikritinu Taktu lagið, Lóa! eftir Jim Cartwright um síðustu mánaðamót og er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett upp hér á landi og í fyrsta skipti norðan heiða. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson, ungur leikstjóri frá Selfossi, sem nam leikstjórn við hinn virta leikstjórnarskóla Bristol Old Vic á Bretlandi. Ólafur Jens hefur leikstýrt allnokkrum uppfærslum hjá Leikfélagi Selfoss og Leikfélagi Hveragerðis auk sýninga hjá skólaleikfélögum frá því hann lauk námi en þetta er í fyrsta sinn sem hann setur upp sýningu á Norðurlandi.
Taktu lagið, Lóa! fjallar um einræna stúlku sem býr með drykkfeldri móður sinni og eyðir öllum sínum tíma í að hlusta á plötur með frægum söngkonum og herma eftir þeim. Hún er síðan uppgötvuð af umboðsmanni sem móðirin er í tygjum við og fylgst er með hvað gerist þegar frægðin bankar á dyrnar.
Leikarar í verkinu eru sjö og hafa æfingar gengið vel. Frumsýnt verður föstudaginn 25. febrúar í Freyvangi.
.
Stjórnin
Fyrsti samlestur á leikritinu „Taktu lagið, Lóa!“ eftir Jim Cartwright verður í Freyvangi, mánudagskvöldið 13. desember kl. 20:30. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðarson.
Kveðja, Grenndin
Að þessu sinni gengur hann undir nafninu Gæludýrafárið og leikstjóri er Helgi Þórsson. Um 30 manns taka þátt í sýningunni.
Á föstudagskvöldið verður kabarettinn borinn fram ásamt bragðgóðum og seðjandi veitingum að hætti leikfélagskvenna. Sýningin hefst kl. 20:30 og verður húsið opnað klukkutíma fyrr.
Miðaverð er 1.500 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. (Veitingar innifaldar í verði).
Á laugardagskvöldið hefst sýningin kl. 21:30 og opnar húsið, sem fyrr, klukkutíma fyrir sýningu. Eftir sýningu mun hljómsveitin PKK halda uppi írskri stemningu langt fram eftir nóttu.
Miðaverð er 2.000 krónur og aldurstakmark er 16 ár.
Miðasala er við innganginn.
Kveðja, Stjórnin
Jæja gott fólk, nú styttist í æfingatímabilið hjá Freyvangsleikhúsinu, og eins og venjulega hefjum við gleðina þetta árið með kabarett. Fimmtudaginn 21. október, kl. 20.30, ætlum við að hittast í Freyvangi, og skrafa saman um efni hans, en sýningar verða 12. og 13. nóvember. Eru allir sem hafa áhuga og gaman að leikhússtarfi, ungir sem aldnir, hvattir til að mæta og vera með, enda kabarettinn góð upphitun fyrir leikárið. Við viljum einnig hvetja sem flesta til að taka með sér fyndin atriði sem kunna að leynast í skúffubotnum, enda engin hætta því samfarandi, í versta falli verður atriðið hlegið af borðinu og gert taumlaust grín að höfundi það sem eftir er vetrar. Við minnum einnig á að fleira stúss er í kringum kabarett en söngur og leikur, og þarf enginn að gera það sem hann vill ekki, nema hann sé beðinn um það. Vilji einhver leita upplýsinga um eitthvað sem viðkemur kabarett og æfingatímabilinu, má senda nýmóðins tölvupóst á rolla@simnet.is, eða hringja í síma 8471654 (Sverrir)
Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest í Freyvangi.
Kveðja, Stjórnin
Hér fyrir neðan má skoða þrjár síður um sýninguna Ronju ræningjadóttur í Freyvangi. Smellið á þann hlekk sem skoðast skal.
Myndir frá generalprufu
Fólkið á bak við sýninguna
Myndir úr Ronju
Sýningar á Ronju ræningjadóttur
Sérlegur pistill um hremmingar föstudagskvöldsins
Það voru óttalausir áhugaleikendur í Freyvangsleikhúsinu sem skelltu sér á æfingu síðastliðið föstudagskvöld. Spáð hafði verið allt að þrjátíu og þremur metrum á sekúndu, með tilheyrandi stórhríð, en þeir létu sig það engu skipta og skelltu sér í Freyvang. Sennilega var það af því að þrjátíu og þrír metrarnir áttu að vera á austurlandi en við Eyfirðingar erum nú ekki vanir að kenna okkur við þann útkjálka. Á leiðinni suður eftir var hin hefðbundni renningur/snjókoma sem maður hefur fengið að kynnast á nær hverjum degi frá jólum. Kippti sér enginn upp við það. Þegar undirritaður kom í Freyvang voru þangað komnir ræningjar af bæði Borka og Matthíasarættum. Menn smelltu sér í búninga, en konur voru búningalausar sem fyrr (þó ekki allslausar) og upp á svið fór mannskapurinn, til að líta á hið stórfenglega atriði; lokabardagann, og lokafylleríið sem fylgdi og er nauðsynlegt að hafa í öllum barnaleikritum. Var lokabardaginn stórvel heppnaður og vakti mikla kátínu meðal viðstaddra ræningja. Svo voru þau fáu orð sem ekki gleymdust úr lokalagiinu sungin nokkrum sinnum og við það var æfingunni lokið. Athygli viðstaddra vakti að Skalla-Pétur var skyndilega orðinn fjörgamall, og átti það að þakka sminkunni, sem bjó sig við það til heimferðar.
Sminkan sneri nokkuð fljótt aftur og kom þá í ljós að hún hafði ekki komist lengra en tvo metra út fyrir dyr fyrir veðri. Skiptu menn nú aftur um föt í gríð og erg til að freista þess að komast heim áður en veðurhamurinn færðist í aukana. Pálmi í Gröf einn hló og sagði að ekkert væri að veðrinu. Augnabliki síðar fékk hann símtal að heiman þar sem honum var sagt að það sæist ekki út í bílskúrinn. En téður skúr er einmitt í um þriggja metra fjarlægð frá húsi Pálma. Játaði litli nú að veðrið væri sennilega ekkert sérstakt og settist niður og slappaði af, en hinir ræningjarnir ráku upp heróp, renndu upp úlpunum og óðu með bíllyklana út í veðrið.
Ræningjarnir voru heldur lúpulegir þegar þeir sneru aftur, sumir höfðu haft það út í bíl, en þeir sem þeim áfanga náðu við illan leik sáu ekki fram fyrir húddið og tóku þá skynsamlegu ákvörðun að leggja ekki af stað.
Voru menn æði veðurbarðir að sjá eftir örfárra mínútna útiveru, sumir svo að Haraldur Ólafson hefði skammast sín, en gerðu þó að gamni sínu um að sennilega þyrftu þeir að vera þarna yfir nóttina. Þegar hér var komið, var það þó aðeins grín.
Nú voru góð ráð aðeins á færri hinna efnameiri. Hópur af karlmönnum og aðeins fjórar konur til að hafa ofan af fyrir þeim. Eitthvað þyrfti að gera. Einn hópur fór að spila kana inn í eldhúsi. Á öðrum stað var leikstjórinn að festa límband á sviðið, myndaði hann með því fjóra ramma sem áttu eftir að verða nokkurs konar leikvöllur fyrir fullkomlega tilgangslausan en engu að síður afar lífseigan leik. Ekki verður farið út í reglur hans hér, en þótt allir ræningjarnir væru jafnóreyndir í honum, tókst mörgum þeirra að þróa með sér notkun óþokkabragða. Ég nefni engin nöfn, en það voru aðallega Hjalli, Hjálmar og Pálmi sem sýndu þessa leiðindaspilamennsku.
Þegar á leið virtist minnkaði áhuginn á leiknum og sumir fóru að horfa á 12 tommu sjónvarp aftast í salnum. Var aðeins hægt að ná RÚV og þarf vart að taka fram að myndin sem var sýnd var vægast sagt furðuleg/leiðinleg.
Þótti nú sýnt að veðrið væri að ganga niður, en þótti heldur tvísýnt um heimför, þar sem leikendur voru mestmegnis á fólksbílum. Tveir þeirra voru þó á jeppa, og ákváðu þeir að láta reyna á færðina. Mikill skafl var kominn á Freyvangsplanið en röð bíla sem lagt hafði verið við norðurvegginn myndaði einhvers konar göng þar sem hægt var að komast í gegnum, það er að segja ef þau hefðu ekki verið full af áðurnefndum bifreiðum. Var nú tekið til við að færa bílana á betri stað, ýmist ofan eða neðan við skaflinn volduga. Ekki þótti öllum það viturlegt að leggja í veðrið, þótt það væri ögn skárra, en það var nú ekki eins og ákvörðunin væri tekin af léttúð, þetta var einfaldlega spurning um hvort kýrnar í gröf yrðu mjólkaðar næsta morgun eða ekki.. Þegar bílar höfðu verið færðir og sumum (einum) kippt upp úr skaflinum, var kominn tími á (hugsanlega) heimferð. Þegar undirritaður sneri aftur inn í salinn til að skila einum bíllyklum, var hópurinn nær allur farinn að horfa á „Fellibylinn“, það er bíómyndina í sjónvarpinu, ekki veðrið fyrir utan (tilviljun?)
Settist nú undirritaður undir stýri á LandRover Jeppanum og lagði af stað með Pálma. Eftir um fimmtíu metra leið frá Freyvangi var klossbremsað þar sem vígalegur skafl var framundan. Eftir nokkurt mat og vangaveltur, var afráðið að hann hefðist með smá ferð. Nú var bakkað og vaðið í gegn. Fyrsti áfangi afstaðinn. Svo var haldið áfram gegnum kófið, og engin teljanleg tíðindi fyrr en örskömmu síðar að bílljós birtust í baksýnisspeglinum. Var viðkomandi bifreið greinilega á nokkurri ferð og hrökkluðust ferðalangarnir út í kant svo þeir yrðu ekki fyrir. Þegar betur var að gáð reyndist þetta vera Jóhann Reynir á Eyrarlandi, sem hafði heyrt veðurviðvörun í útvarpinu og stokkið beint út bíl til að þefa uppi vandræði. Samþykkti hann að vera á undan okkur og plægja leið.
Gekk nú ferðin vel og þegar komið var yfir þverárbrúna sem var gersamlega auð, undirrituðum til mikillar undrunar, hrópaði ég að við værum sloppnir. Augnabliki síðar fór ég út fyrir hjólförin og var næstum fastur/lentur út af/hvort tveggja. Minnti ferðafélagi minn mig þá á að best væri að geyma slíkar upphrópanir þar til við værum í raun sloppnir.
Til að gera langa sögu stutta (eða styttri) sluppum við heim og undir sæng.
Í freyvangi kúrði hópurinn saman og reyndi að sofna. Gekk það svo um nóttina, var hópurinn við það að festa svefn þegar leikstjórinn reif liðið á fætur, hafði hann þá séð veghefil aka hjá. Nú væri lag að drífa sig heim og í sturtu, því aðeins væru 4 tímar í æfingu. Samkvæmt heimildum var hópnum mátulega skemmt við þessi orð þótt hann vissi að um grín væri að ræða.
Boðskapur þessarar sögu er að allt er gott sem endar vel. En hann er líka að VEÐURSTOFAN Á AÐ REYNA AÐ SPÁ ALMENNILEGA FYRIR UM VEÐRIÐ Í STAÐ ÞESS AÐ SITJA OG BORA Í NEFIÐ en að sjálfsögðu er allra veðra von á þessum tíma árs.
Freyvangsleikhúsið gerir ekki endasleppt frekar en fyrri daginn, en sýning þessa árs er hinn stórskemmtilegi söngleikur Ronja ræningjadóttir, sem gerður er eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson, sem hefur áður leikstýrt Fló á skinni og Halló Akureyri í freyvangi. Í smíðum er sérstök síða fyrir sýninguna, sem verður sérhönnuð fyrir yngri kynslóðina og alla sem vilja fræðast nánar um Ronju, ræningjana, og allt það sem viðkemur sýningunni. Fyrirspurnir má senda á kisilitli@hotmail.comog einnig má smella á liðinn „Stjórn“ hér til hliðar, og finna símanúmer stjórnarliða. Ekki hika við að hringja ef einhverjar spurningar eru.
19. sýning laugardaginn 24 apríl kl. 15:00 SÍÐASTA SÝNING
18. sýning sunnudaginn 18 apríl kl. 15:00
17. sýning laugardaginn 10. apríl kl. 20:30
16. sýning fimmtudaginn 8. apríl kl. 15:00 UPPSELT
15. sýning miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30 !!Stjánasýning!! Athugið annan tíma
14. sýning sunnudaginn 4. apríl kl. 15:00
13. sýning laugardaginn 3. apríl kl. 15:00
12. sýning sunnudaginn 28. mars kl. 15:00
11. sýning laugardaginn 27. mars kl. 15:00
10. sýning sunnudaginn 21. mars kl. 15:00 UPPSELT
9. sýning laugardaginn 20. mars kl. 15:00
8. sýning sunnudaginn 14. mars kl. 15:00 UPPSELT
7. sýning laugardaginn13. mars kl. 15:00
6. sýning sunnudaginn 7. mars kl. 15:00
5. sýning laugardaginn 6. mars kl. 15:00
4. sýning sunnudaginn 29. feb. kl. 15:00 UPPSELT
3. sýning laugardaginn 28. feb. kl. 15:00 UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 22. feb. kl. 15:00
Frumsýning laugardaginn 21. feb. kl. 16:00 UPPSELT
Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 16:00 og 18:00 virka daga og milli kl. 11:00 og 13:00 um helgar. Einnig má senda póst á badon@islandia.is og panta miða.