Eldri fréttir:
Fyrsti samlestur verður mánudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.00 í Freyvangi og er öllum opinn.
Leikmynd leikhússins er nú sviðsmynd nýs sjónvarpsþáttar en allt gengur á afturfótunum svo ekki er annað hægt en að bresta í söng af og til. Það er vandræðalaust miðað við alla bændurna, stórsöngkonurnar og ofurhetjurnar sem koma í viðtal í þáttinn, beðnar eða óbeðnar. Allt fer þó að lokum vonandi vel eða illa, hvort heldur sem spaugilegra reynist.
Þessi kabarett er sniðinn að öllum aldurshópum og það eru sýningarnar líka, sem hér segir:
Á föstudagskvöldinu 2. nóvember verður kaffi og meðlæti á meðan á sýningu stendur innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 20.30 og er miðaverð 1500 krónur.
Að lokinni sýningu laugardagskvöldið 3. nóvember mun hljómsveitin Miðaldamenn halda uppi rífandi stemmingu en ballið verður innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 21.30 og er miðaverð 2500 krónur. 16 ára aldurstakmark gildir þetta kvöld, einnig á sýninguna.
Miðar verða eingöngu seldir við innganginn að kvöldi sýningar en miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningu.
Jæja. Nú líður að stuttverkahátíðinni Margt smátt í Borgarleikhúsinu og fer því að verða að mörgu að huga. Stefna hefur verið tekin á að hafa þessa hátíð nokkru viðameiri og líflegri en síðustu ár og hefur það fallið í minn hlut að standa að viðburðum sem munu eiga sér stað í kringum sýningarnar sjálfar. Því vil ég hér með að leita á náðir ykkar, félagar góðir, til að hjálpa mér að gera þetta sem allra glæsilegast.
Þannig er mál með vexti að við ætlum að fara í eins stóra og mikla skrúðgöngu og mögulegt er sem mun enda í Borgarleikhúsinu og er markmiðið með henni að vekja sem mesta athygli á því að við erum til! En til þess að það takist þurfum við þó nokkurn fjölda fólks sem er til í að láta taka eftir sér og sýna öðrum hvað við höfum upp á að bjóða þegar kemur að götulistum og almennum skemmitlegheitum.
Þess vegna fer ég þess á leit við þig kæri formaður að þú áframsendir þennan póst til þinna félagsmanna, og við þig kæri félagsmaður að teljir þú þig eða þína hafa eitthvað fram að færa, nú eða bara vilt labba með sem meðlimur í íslensku áhugaleikhúshreyfingunni, að þú hafir samband við mig í tölvupósti á netfangið hjaltistef@gmail.com Svo reynum við að setja saman stóran og samhentan hóp til að sem minnst álag hvíli á hverjum og einum.
Kær kveðja
Hjalti S. Kristjánsson.
Varastjórn Bandalagsins
PS: Fyrir þá sem ekki vita verður stuttverkahátíðin Margt smátt haldin í Borgarleikhúsinu þann 6. október nk. og stendur frá því um hádegi og frameftir degi. Um kvöldið verður svo haldið stórt leikfélagapartý þar sem boðið verður upp á léttar matarveitingar og ýmislegt til skemmtunar.
Nokkur orð frá gagnrýnendum:
„Rósa Björg Ásgeirsdóttir sem Meg er alveg hreint frábær og það er hrein unun á að horfa og alveg ljóst að framtíðin er hennar.“
„Stefán er frábær gamanleikari... Persóna hans er svo vel teiknuð að það ætti að huga að því að stoppa hana upp eftir að sýningum lýkur. “
„Ánægjulegt var að sjá Guðrúnu Höllu Jónsdóttur... hlutverkið er eins og skrifað fyrir hana og afraksturinn eftir því“
„Jónsteinn Aðalsteinsson... átti frábæra spretti enda er kappinn einn af betri áhugaleikurum landsins.“
Júlíus Júlíusson, leiklist.is.
„Bráðskemmtilegt verk…”
„Saga Jónsdóttir er algjör snillingur í að vinna með áhugaleikurum… hefur náð… úr þessu fólki alveg einstaklega góðu liði…“
„Guðrún halla og jónsteinn, þetta er fólk sem ekki bregst… stórkostleg á sviði og fara mjög vel með sín hlutverk.“
„Rósa Björg … hún er efni í mjög góða leikkonu… hún ætti að gera meira af því í framtíðinni…“
„Sverrir og Sindri…Þarna sér maður hvað hún saga er stórkostleg því þarna nær hún því besta fram og ótrúlegum hæfileikum hjá þessum ungu mönnum.“
„Stefán Guðlaugsson… gríðarlega skemmtilegur í þessu hlutverki.“
„…Alveg hissa á því hvað þeim tekst á þessu litla sviði að gera einfalda og fallega leikmynd…“
„Samandregið hvet ég alla til að fara í Freyvang og sjá mjög skemmtilegt leikrit.“
Sólveig Lára Guðmundsdóttir Svæðisútvarp Norðurlands (vefupptaka, smellið á 26. mars á dagatalinu og svo á "Útvarp Norðurlands"
Sýningar í febrúar og mars á Prímadonnunum:
Föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
Laugardaginn 24. febrúar kl. 20.30 UPPSELT
Föstudaginn 2. mars kl. 20.30 Laus sæti
Laugardaginn 3. mars kl. 20.30 Laus sæti
Föstudaginn 9. mars kl. 20.30 UPPSELT
Laugardaginn 10. mars kl. 20.30 UPPSELT
Föstudaginn 16. mars kl. 20.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Laugardaginn 17. mars kl. 20.30 UPPSELT
Sunnudaginn 18. mars kl. 14.00 AUKASÝNING - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 AUKASÝNING
Föstudaginn 23. mars kl. 20.30 Laus sæti
Föstudaginn 30. mars kl. 20.30 Laus sæti
Laugardaginn 31. mars kl. 20.30 UPPSELT
PÁSKASÝNINGAR
Miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.30
Fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30
Laugardaginn 7. apríl kl. 20.30
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Föstudaginn 13. apríl kl. 20.30
Laugardaginn 14. apríl kl. 20.30
Miðasölusíminn er 463-1392
Hið fyrra er að hér er að finna myndir frá leikferð nokkurra Freyvangsleikara suður í byrjun maí.